4.8.2012 | 12:45
Hetjurnar þrjár
Það snart mig, þegar ég hlustaði á útvarpsfréttir í hádeginu, að forstöðukona Sundlaugar Akureyrar, sem talað var við vegna atviksins, hafði þónokkur orð um starfsfólkið og hvað gert verður í málunum gagnvart því, en vék ekki einu orði að þeim sem raunverulega björguðu lífi drengsins. Þessir þrír piltar sem sáu hann, björguðu honum og kölluðu eftir aðstoð, eru þeir sem barnið á líf sitt að launa.
Fer líklega af gjörgæslu í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það eru engin hetja stærri en önnur í þessu máli. Allir voru jafn mikilvægir, þó drengirnir eiga þó sannarlega skilið að fá stórt hrós fyrir sín viðbrögð.
Rúnar (IP-tala skráð) 4.8.2012 kl. 21:39
Rétt, Rúnar. Það sem ég hjó eftir var, að ekkert var sagt um framlag drengjanna í umræddu útvarpsviðtali og þótti mér það klént. En ég segi aftur, það voru þessir þrír drengir sem veittu barninu athygli og náðu því á þurrt. Þeirra þáttur var stærstur. Svo komu þeir sem kunna til verka í svona málum, tóku við og gerðu stórkostlega hluti líka.
Anna Dóra Gunnarsdóttir, 6.8.2012 kl. 19:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.