25.4.2012 | 14:07
1. maí
Mér hefur alltaf þótt það forkastanlegt að 1. maí skuli ekki vera frídagur víðar en raun er. Það er út í hött að hafa flestar verslanir opnar á þessum degi og enn meira út í hött að við skulum vera orðin svo háð því að komast í búðarráp daga og nætur, að við fáum nett áfall ef slíkt er ekki í boði. Fæstum er of gott að skipuleggja sig með það í huga að ekkert vanti þessa örfáu daga á ári sem verslanir ættu að vera lokaðar. Auðvitað koma upp tilfelli, þar sem eitthvað gleymist í innkaupum sem erfitt er að vera án. Við sem lendum í slíku, getum vonandi fengið að láni hjá nágranna eða fjölskyldu þangað til næst verður opið í búð, en tilfellunum hlýtur að fækka þegar við venjumst þeim sið, að verslunarfólkið, sem í of mörgum tilfellum er illa launað, eigi líka frí. Ég skil vel að þetta fólk, sem leggur nótt við dag við að ÞJÓNA OKKUR HINUM, sjái þarna tækifæri til að auka tekjurnar og taki því þessari vinnu fegins hendi, en ef það á ekki kost á slíku, er það bara í fríi eins og svo margir aðrir og hvílist eða skemmtir sér við eitthvað og kemur svo endurnært til vinnu á ný. Það eru líka einskonar laun, þó í öðru formi sé.
Svo má hækka laun þessa fólks og útrýma þannig þörfinni fyrir botnlausa aukavinnu, enda koma viðskiptavinirnir á opnunartíma, ætli þeir að versla og þannig verður innkoman eins, þó salan fari fram á virkum degi.
Frídagarnir þynnast út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.