6.12.2011 | 00:29
Jahérna
Illt er nú í efni. Ég hef verið með mín viðskipti í Byr, áður Spanor, áður Sparisjóður Akureyrar, áður Sparisjóður Glæsibæjarhrepps. En nú er verið að selja mig eins og hverja aðra mellu, ég á að fara yfir í Íslandsbanka, segi ég ekki upp þessu ævilanga sambandi mínu við Sparisjóðinn minn. Ég hef alltaf mætt góðu atlæti í Íslandsbanka og starfsfólkið eð alúðlegt og gott við mig í alla staði. En ég bara má ekki til þess hugsa að fólkið mitt í Byr hætti að vera fólkið mitt. Ég hef átt svo mikið og gott samband við það og mér þætti helvíti skítt ef það fengi ekki að flytja með mér. Ef svo fer, að ég flyt ein, veit ég ekki hvað ég á helst að gera, því að mér finnst það prinsipp mál að standa með mínu fólki. En ég verð líka að geta treyst bankanum sem ég skipti við og því er ég sett í skelfilega aðstöðu, að þurfa að velja á milli þess hvort ég stend með fólkinu mínu í Byr eða sjálfri mér. Plííís, leyfið mér að taka mitt Byrfólk með yfir í hinn bankann sem reynst hefur mér svo vel.
Ráðinn til Íslandsbanka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.