Réttast væri...

Það væri auðvitað sterkur leikur að sniðganga íslenskt lambakjöt á meðan svona svínslega er farið með okkur. Því miður bitnar það á bændum, þó það séu milliliðirnir sem viðhafa þessi vinnubrögð. En öll barátta í átt til betri kjara hefur hingað til bitnað á fólki og það mun það gera í þessu tilviki líka. Það má sjálfsagt deila um tilganginn hjá Gylfa, en ég tek undir með honum, við eigum að sniðganga lambakjöt.
mbl.is „Lyktar af pólitík“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Fólk kaupir bara aðra vöru..td kjúkling eða svín og styrkir eftir sem áður íslenskan landbúnað...bara aðrar greinar hans.

Jón Ingi Cæsarsson, 18.7.2011 kl. 10:31

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Sammala ykkur tveim. Jón og Anna.

Sleggjan og Hvellurinn, 18.7.2011 kl. 10:33

3 Smámynd: Landfari

Hvar eru viðbrögð hans við bensínhækkununum???

Það er hækkun sem fer miklu verr með mína buddu.

Landfari, 19.7.2011 kl. 10:37

4 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Sama sagan með bensínverð, það er svívirða hvernig farið er með okkur.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 21.7.2011 kl. 12:41

5 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Jón, mótmælin gegn lambakjötsverði eru vegna þess hve hagstætt er að selja kjötið úr landi og sama háa verðinu slengt á okkur í leiðinni. Ef eins verður farið með annað kjöt, mun ég kannski gerast grænmetisæta..........

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 21.7.2011 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband