18.7.2011 | 09:38
Réttast væri...
Það væri auðvitað sterkur leikur að sniðganga íslenskt lambakjöt á meðan svona svínslega er farið með okkur. Því miður bitnar það á bændum, þó það séu milliliðirnir sem viðhafa þessi vinnubrögð. En öll barátta í átt til betri kjara hefur hingað til bitnað á fólki og það mun það gera í þessu tilviki líka. Það má sjálfsagt deila um tilganginn hjá Gylfa, en ég tek undir með honum, við eigum að sniðganga lambakjöt.
Lyktar af pólitík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fólk kaupir bara aðra vöru..td kjúkling eða svín og styrkir eftir sem áður íslenskan landbúnað...bara aðrar greinar hans.
Jón Ingi Cæsarsson, 18.7.2011 kl. 10:31
Sammala ykkur tveim. Jón og Anna.
Sleggjan og Hvellurinn, 18.7.2011 kl. 10:33
Hvar eru viðbrögð hans við bensínhækkununum???
Það er hækkun sem fer miklu verr með mína buddu.
Landfari, 19.7.2011 kl. 10:37
Sama sagan með bensínverð, það er svívirða hvernig farið er með okkur.
Anna Dóra Gunnarsdóttir, 21.7.2011 kl. 12:41
Jón, mótmælin gegn lambakjötsverði eru vegna þess hve hagstætt er að selja kjötið úr landi og sama háa verðinu slengt á okkur í leiðinni. Ef eins verður farið með annað kjöt, mun ég kannski gerast grænmetisæta..........
Anna Dóra Gunnarsdóttir, 21.7.2011 kl. 12:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.