23.6.2011 | 01:07
Það var rétt,
um að gera að spyrða saman launahækkanir og verðhækkanir svo að kjarabótin snúist upp í andhverfu sína og enginn hagnist. Halló Noregur, hér komum við !!
Mjólk hækkar í verði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mjólkin er dýrari í noregi
Bibbi (IP-tala skráð) 23.6.2011 kl. 10:44
Takk, Bibbi. En ég held að heilt yfir hefðum við það betra í Noregi en á láglaunasvæðinu Eyjafirði. Hér hafa fæstir nokkurt val og geta ekki gert það besta úr neinu, bara lullað þetta í sama lága gírnum og vonast til að hafa baráttuna af. Hvað sjálfa mig varðar, er ég ekki enn komin á vonarvöl og vona að svo fari ekki, en ég hef þurft að hafa fyrir því og skrimti enn, hvað sem verður.
Anna Dóra Gunnarsdóttir, 24.6.2011 kl. 18:44
Í Noregi ertu í einn klukkutíma að vinna fyrir sextán lítrum af eldsneyti. Svo má ekki gleyma því hve launamunurinn er mikill,miðað við á Íslandi. Það tekur um þrjá til fimm tíma að vinna sér inn sextán lítra af eldsneyti á Íslandi.
Númi (IP-tala skráð) 25.6.2011 kl. 16:32
Eldsneyti er dýrt í Noregi eins og annars staðar, en stærðin og úrvalið gerir mönnum kleift að velja þegar kemur að almennum nauðsynjavörum, það getur enginn í litlu einsleitu samfélagi.
Anna Dóra Gunnarsdóttir, 3.7.2011 kl. 13:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.