Ljúfa líf,,,

Í dag rak á fjörur mínar eitt af þessum litlu atvikum sem mála lífið bjartari litum. Smile

Ég vinn á leikskóla rétt utan við akureyrsku bæjarmörkin og þar gekk inn ung kona með lítið barn á handleggnum og spurði hvort hún mætti skipta á því. Í fyrstu hélt ég að konan ætti annað erindi, en hefði svona í leiðinni ætlað að fá að sinna barninu, en svo var nú ekki. Hún var á leið til Reykjavíkur, rétt lögð af stað frá Akureyri og þá ákvað litla manneskjan að kominn væri tími til að kúka. Móðirin ók inn á fyrsta afleggjara sem á vegi hennar varð -og viti menn- við henni blasti leikskóli. Gat það orðið hentugra? Beinast lá við að banka upp á og biðja ásjár, sem var auðvitað sjálfsagt að verða við. Konan skipti á barninu og þakkaði vel fyrir með glaðlegt bros á vör. Smile

Ég er enn að brosa til baka, sex klukkustundum síðar. Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband