23.10.2010 | 23:37
Tralla-lalla-laaaa
Í dag söng ég fyrir gesti og gangandi í menningarhúsinu Hofi á Akureyri. En ég hafđi sko heldur betur söngfélaga međ mér.
Ţarna voru á ferđ kirkjukórar, kvennakórar, karlakórar, blandađir kórar og kórar eldri borgara, alls tuttuguogţrír kórar víđs vegar ađ af Norđurlandi. Ég syng međ Kvennakór Akureyrar, KVAK, sem steig á sviđ númer tuttugu af ţessum tuttuguogţremur kórum. Mín tilfinning er sú, ađ viđ höfum stađiđ okkur međ sóma og viđ fengum líka ágćtar undirtektir. Viđ höfum yfir ađ ráđa sallafínum kórstjóra sem heitir Daníel Ţorsteinsson og á hann heiđur skiliđ fyrir sína vinnu međ okkur, en hann tók viđ góđu búi af Jaan Alavera, sem tók viđ jafn góđu búi af Arnóri Vilbergssyni, sem tók viđ...............o.s.frv. Í dag syngja í kórnum okkar u.ţ.b. sjötíu konur frá tvítugu til sjötugs og rúmlega ţađ.
Eins og ég skrifađi, tókst ţetta allvel og ég fór heim harla sátt. Fyrsti kór söng um kl. tíu og svo tók hver viđ af öđrum til kl. átján, en ţá skelltu kórarnir sér allir saman á sviđ og sungu Yfir voru ćttarlandi" og gerđu ţađ svo glćsilega ađ áheyrendur klöppuđu okkur upp. Ţađ var gaman, enda endurtókum viđ lagiđ.
Góđur dagur ađ baki og ég geng til náđa međ bros á vör. En fyrst verđ ég ađ benda á ađ viđ erum ađ fara af stađ međ jólaundirbúning og munum syngja tvenna tónleika fyrir jólin, ađrir eru svona hefđbundnir jólatónleikar í okkar anda, međ góđum liđsauka ef ađ líkum lćtur, hinir eru árlegir styrktartónleikar til handa Mćđrastyrksnefnd á Akureyri.
Kór, kór, kór,
Góđar stundir.
Athugasemdir
Tókuđ ţiđ í kórnum,,,Máninn hátt á himni skín,, en ţađ gerir hann svo sannarlega núna,allavega í minni heimabyggđ.
Númi (IP-tala skráđ) 24.10.2010 kl. 00:45
...sem er ?
Anna Dóra Gunnarsdóttir, 24.10.2010 kl. 00:47
Viđ rćtur móđur höfuđborgarinnar,Esjunar.
Númi (IP-tala skráđ) 24.10.2010 kl. 10:14
Ţar fćrđu vonandi ađ njóta tunglskinsins án ljósamengunar ? Ég bý ekki alveg svo vel, ţví ađ ţó ég búi rétt utan viđ Akureyri, er ég vel upplýst, eiginlega of vel á góđu tunglskinskvöldi.
Anna Dóra Gunnarsdóttir, 24.10.2010 kl. 13:31
En nei, viđ sungum ekki um mánann.
Anna Dóra Gunnarsdóttir, 24.10.2010 kl. 13:32
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.