12.1.2010 | 16:13
Frábært
Alltaf gaman að frétta af velgengni fólks, ekki síst Íslendinga ( þarna kom þjóðremban ).
Ég velti samt fyrir mér hvað Magnús hefur gert til að fá titilinn Athafnamaður. Getur einhver sagt mér hvað felst í þeim titli ? Plíís, mig langar svo að vita það.
Magnús á rauða dreglinum í Los Angeles | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég býst við að athafnamannstitillinn sé til kominn vegna þess að hann hefur lagt mikla vinnu í Latabæ og sinnt mikið af uppbyggingar- og kynningarvinnunni sjálfur.
En kannski er átt við eitthvað annað sem maður veit ekki af?
Jón Flón (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 16:18
Það er ekkert neikvætt við titilinn athafnamaður, þótt einhver skemmd epli hafi spillt honum. Magnús er athafnamennskan holdi klædd. Hjá honum tala verkin og hann er fylginn og trúr sínum draumum og heiðarlegur og rausnarlegur við þá sem leggja honum lið. Ég veit þetta af því að ég naut þeirra forréttinda að vinna með honum að gerð Latabæjarþáttanna.
Jón Steinar Ragnarsson, 12.1.2010 kl. 18:52
Takk, strákar
Anna Dóra Gunnarsdóttir, 13.1.2010 kl. 15:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.