JIBBÍÍÍ, ÞAÐ ER KOMIÐ AFTUR !

Já, þá er Fanta Lemon komið á markað á ný. 

Ég er ekki mikið fyrir gosdrykki, en fari ég til annarra landa á ég það til að drekka Fanta Lemon.  Nú er orðið svo langt síðan ég hef fengið Fanta Lemon, að ég er hrædd um að ég sé orðin afhuga því eins og öðru gosi.  Undecided En ég bíð spennt eftir að sjá þennan eðaldrykk í gosrekkum verslana.  Ég mun örugglega kaupa eina flösku til að athuga hvort mér þyki drykkurinn eins góður og mig minnir að hann sé.  Ef ekki, verð ég bara að biðja baráttumenn fyrir bættum drykkjum afsökunar á því að svíkja málstaðinn.  Og vona þeirra vegna að Fanta Lemon sé komið til að vera.  Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En hvað með Sinalco og Póló,þá gömlu góðu drykkina.

Númi (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 22:32

2 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Sinalco fannst mér gott í eina tíð, en Póló man ég ekki eftir að hafa smakkað.  Bóndi minn þráir mjööööög heitt að fá aftur Póló, en hann er alinn upp í Póló-umhverfi.  Ég kalla hér með eftir því að Póló verði framleitt á ný.  Annars man ég þá tíð, ef ég man rétt, að Fresca var mun ferskara og ekki svona sætt og það er í dag.  Er það ekki rétt hjá mér ?  Cream Soda var dellusætur drykkur og okkur krökkunum þótti mest gaman að drekka það þegar búið var að hrista flöskuna duglega.  Ó, þeir gömlu, góðu dagar

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 11.5.2009 kl. 23:14

3 identicon

Er alveg viss að margt af þessu gamla góða fer að koma aftur,en man bóndin þinn eða þú nokkuð eftir súkkulaði sem hét   Bandit  ,það gamla kemur aftur þori að veðja við þig og bóndan þinn heilum kassa af  PÓLÓ.

Númi (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 23:30

4 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Tek veðmálinu.  Ég reyndar man ekki eftir að hafa heyrt um súkkulaðið Bandit, en ég þekki marga banditta.

Bóndi minn og bræður hans voru eitt sinn á ferð í bíl og óku upp að afgreiðslulúgu í sjoppu.  Var einn bræðranna látinn biðja um varninginn sem kaupa átti, en það var Kling Klong súkkulaði og Gustafsberg bjór.  Ég trúi að hann hafi fyrirgefið bræðrum sínum hrekkinn.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 11.5.2009 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband