Mannleysur

Hvurslags mannleysur eru við stjórn hjá útlendingaeftirlitinu?

það tók Roberto Julian Duranona ekki mikið meira en korter að fá íslenskan ríkisborgararétt, þar sem hann var landlaus. Mér sýnist á öllu að Lika sé í sömu stöðu, þar sem enginn vill kannast við hana í heimalandi hennar og hún á enga pappíra um tilurð sína.

Ég ráðlegg henni að fara að spila handbolta.


mbl.is Ríkisfangslaus og án réttinda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Kann konan að tefla? Ef ekki þá kennum við henni að tefla í hvelli og fáum Skáksambanið í málið. Það tók enga stund að veita Róbert James Fischer íslenskan ríksborgarrétt fyrir um áratug en hann var í hliðstæðu „limbói“ í Japan.

Guðjón Sigþór Jensson, 23.10.2013 kl. 15:16

2 identicon

Halló !!!

Eigum við íslendingar að taka á móti öllum sem ekki hafa ríkisfang.

Eru allir að farast úr meðvirkni??? Þeir sem hafa þann hugsunarhátt ráðlegg ég að fara í ferðalag til Svíþjóðar, nánara tiltekið til Malmö. (Rosengaard) Ekki minna en einn mánuð. "Engin miskunn hjá Magnúsi".

Enga múslima á Íslandi, og enga mosku.

Ef ég er "rasisti" með þessa skoðun þá tek ég því. M.B.K.

Jóhanna (IP-tala skráð) 23.10.2013 kl. 15:38

3 Smámynd: Tryggvi Helgason

Mér sýnist að þetta mál sé tiltölulega einfalt, ... það á vitaskuld að senda þessa konu burt af landinu, ... strax, - og þó fyrr hefði verið.

Tryggvi Helgason, 23.10.2013 kl. 16:12

4 Smámynd: Laxinn

Senda hana til Svíþjóðar. Þar fá allir landvistarleyfi og ríkisborgararétt í kornflexpakkanum sínum, óháð uppruna.

Laxinn, 23.10.2013 kl. 18:56

5 identicon

Kæra Jóhanna.

Í fyrsta lagi veit ég ekki alveg af hverju þú ert að tala um múslima og moskur hér. Það er hvergi tekið fram að þessi kona sé múslímsk, og þykir mér frekar líklegt að hún sé kristin, þar sem bróðurpartur viðtalsins er við prest innflytjenda. Ekki er ég heldur viss um að þú vitir hvað orðið "meðvirkni" þýðir. Ég mæli með því að þú leitir þér upplýsinga á netinu
Þú stingur upp á því ferð til Malmö. Ég hef ekki komið til Malmö að neinu ráði, svo ég get ekki talað sérstaklega um það. Ég hef hinsvegar búið bæði í Kaupmannahöfn og í Egyptalandi og á báðum stöðum hef ég þekkt margt yndislegt fólk - sem vill svo til að eru múslimar. Múslimar eru almennt ósköp venjulegar manneskjur eins og ég og þú, eini munurinn er sá að þau aðhyllast önnur trúarbrögð, en það hefur ekki áhrif á það hvort þau séu góðar manneskjur eða ekki. Annars er það öldungis rétt  hjá þér að þessi athugasemd þín ber nokkurn keim af rasisma. Það er allavega gott að þú viðurkennir vandamálið.

Mér þykir þið miskunnarlaus og kaldlynd. Það er auðvelt að sitja í góða lífinu sínu hér á Íslandi og segja "Hendið þeim út, hendið þeim út," um manneskjur sem hafa gengið í gegn um stríð og þjáningar og finnst þeim loks komið í öryggi. En ykkur er sjálfsagt sama um það.

Fjóla (IP-tala skráð) 24.10.2013 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband