TÍU SINNUM

Ég veit um mann sem setti nafnið sitt tíu sinnum á undirskriftarlistann, bara til að athuga hvernig hlutirnir gengju fyrir sig.  Hve oft ætli nöfn sumra birtist á þessum lista ?
mbl.is Afhenda forseta undirskriftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann getur sett það eins oft og hann vill inn, en það er tekið út í öll nema fyrsta skiptið.

Daníel (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 12:44

2 identicon

Það eru borin saman öll nöfn og kennitölur. Ég var að skoða kennitöluna þína og nafnið þitt og kennitala er bara einusinni. Þannig að þú getur haldið áfram að vera kjáni.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 12:44

3 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Ég er sjálfsagt kjáni, en vil ekki viðurkenna að það komi þessu máli neitt við.  En segðu mér, Ómar Sigurðsson, af hverju ætli nafnið mitt sé einu sinni þarna á lista, ég sem hef aldrei sett það inn? 

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 2.1.2010 kl. 14:12

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Alveg eins og hægt er að falsa undirskrift á handskrifuðum undirskriftalista, þá er líka hægt að fara á indefence.is og skrá inn kennitölu einhvers annars einstaklings og falsa þannig þáttöku hans. Þetta er ekki galli sem er bundinn við þessa söfnun sérstaklega heldur við undirskriftasafnanir almennt. Sá sem safnar undirskriftum getur ekki staðfest að í öllum tilvikum sé um ófalsaða undirskrift að ræða nema óska eftir skilríkjum og/eða bera saman rithandarsýnishorn, það er hinsvegar hægt að fara yfir tvítekningar og fjarlægja þær, og einnig að samkeyra nöfn við réttar kennitölur. Þetta er gert hjá InDefence ásamt því að IP-tölur eru vistaðar með hverri skráningu á undirskriftalistann. Þó er ekki hægt að styðjast við IP-tölur sem skilríki frekar en þegar þú færð bréf sent í pósti. Þú getur sannreynt hvaðan það kom en ekki hver sendi eða hvort undirskrift sendadans er fölsuð. Teljir þú hinsvegar að nafn þitt og kennitala hafi ranglega verið skráð á undirskriftalistann þá geturðu örugglega haft samband við InDefence og óskað eftir að það verði fjarlægt. Það er nefninlega líka þeirra hagur að hafa listann sem réttastan þó hann verði sennilega aldrei 100% pottþéttur frekar en aðrar skoðanakannanir.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.1.2010 kl. 15:27

5 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Ég er þegar búin að líta á þennan lista og var ekki á honum.  Kjáninn, hann Ómar Sigurðsson var kannski bara að stríða mér.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 2.1.2010 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband