Namminamm

Ég hef gaman af jólaljósum í hæfilegu magni, en það er óþarfi að setja þau upp svo snemma, að allur hátíðleikinn sé horfinn þegar jólin ganga í garð.  Og blikkandi seríur þykja mér jafn óþolandi og jólaskraut sem spilar, syngur eða dansar.

Skatan er ómissandi á Þorláksmessu og                                                                                          ÉG LÝSI HÉR MEÐ EFTIR EINHVERJUM SEM VILL BJÓÐA MÉR Í SKÖTU 23. DESEMBER Í ÁR !!!

Bróðursonur minn var 10 ára og þaðan af yngri þegar hann vildi hafa skötuna svo kæsta að hann flóði í tárum á meðan hann borðaði.

Flottustu lýsingu sem ég veit um á vel heppnaðri skötu, heyrði ég í einhverjum fjölmiðli fyrir nokkrum árum.  Spyrill fór um og innti hina og þessa eftir því hvað þeim þætti um skötu og hvernig hún væri best.  Einn svaraði því þannig að fullkomin skata væri svo vel kæst að þegar hún væri borðuð losnuðu fyllingar úr tönnum og mann verkjaði í augnbotnana.

 


mbl.is Jólasveinar valda deilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Gunnarsson

Af því ég er svo aumingjagóður þá ætla ég að bjóða þér í skötu 22.eða23.des. það er ekki alveg ákveðið hvorn daginn það verður, hefur alltaf verið 23. en frúin var að tala um það um daginn að vera kannski með hana deginum fyrr. Svo áttu alltaf inni matarboð þegar ég nenni að elda hvalkjöt, eldaði reyndar hrefnu í kvöld, man eftir þér næst..

Ólafur Gunnarsson, 12.12.2008 kl. 00:01

2 Smámynd: Ólafur Gunnarsson

Sæl aftur, Ég varð að segja þér eina góða skötusögu sem er sönn, Nafni minn Sæmundsson gamall skipsfélagi verkaði oft skötu um borð, eitt sinn bað hann kokkinn að elda fyrir sig skötu(ætlaði að kanna hvort hún væri tilbúinn) sem kokksi að sjálfsögðu gerði fyrir hann. Ég smakkaði aðeins á henni og var hún vægast sagt hrikalega kæst, ég vil hana vel kæsta en váááá púúffff, en nafni minn skóflaði henni í sig með bestu list dæsti vel og strauk yfir kviðinn eftir átið og sagði , ja þessi var sko aldeilis fín nafni. Hún var svo kæst að þegar nafni opnaði munninn var eins og maður horfði á þvott á snúru, holdið flaksaðist og þvældist um munnholið...

Ólafur Gunnarsson, 12.12.2008 kl. 00:39

3 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Takk, elsku karlinn, ég kæmi báða dagana ef það stæði til boða.  Kata vill ekki fá mig aftur heim eftir átið, því að ég lykta víst nógu illa án skötunnar.....

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 12.12.2008 kl. 15:12

4 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Annars var það með ráðum gert að setja betlið inn á bloggið, því að ég vissi að þá mundir þú bjóða mér í mat, minn kæri.  Segðu frúnni að flysja alls ekki kartöflurnar, þá missa þær marks.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 12.12.2008 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband