Gott mál...

... svo langt sem það nær.

Hætt er við að þeir flóttamenn sem dvalið hafa á Suðurnesjum við kröpp kjör og endalausan drátt á málsmeðferð, verði undrandi þegar fjöldi fólks verður tekinn fram yfir þá. Eða á kannski að ljúka afgreiðslu þeirra mála fyrst?  Þessi ljóta útlendingastofnun, eins og hún kemur mörgum fyrir sjónir, ætti e.t.v. að taka af skarið og reka af landi brott alla þá sem bíða þarna syðra, þar sem þeir virðast hvort eð er ekkert ætla að gera fyrir þá annað en að skera þá niður úr snörunum þegar þeir hafa gefist upp og sálarkaunin eru orðin of stór til að geta nokkurn tíma gróið.


mbl.is Tillaga flóttamannanefndar samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Góð hugmynd Anna Dóra setja liðið á standby lista hjá flugfélögunum og ef það eru sæti laus með Icelandair eða Wow, þá bara senda þetta lið úr landi.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 10.9.2013 kl. 18:20

2 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Mér finnst hugmyndin reyndar ekki svo góð, því að þetta flóttafólk sem bíður, hefur gert það lengi, reyndar mislengi, en það hefur verið dregið á svörum og lagt til hliðar, að því er manni virðist. Hins vegar væri hreinlegra að vísa því frá, frekar en að gefa því falskar vonir.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 10.9.2013 kl. 20:26

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Mikill hluti þess flóttafólks kom til Íslands á lýgini eða með fölsuð eða engin skilríki, af hverju á að hleypa svona fólki í landið?

Fjárhagur Ríkisins er ekki heldur upp á marga fiskana og það væri kanski nær að hjálpa þeim íslendingum sem eiga heima á Íslandi og þurfa hjálp, eins og t.d. öryrkjar, áður en farið er að hjálpa fólki sem kom til landsins á óheiðarlegan hátt.

Bara mín skoðun á þessu.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 10.9.2013 kl. 20:57

4 identicon

Er það er röng forgangsröðun

að setja aftaníossa fremst í röðina

Önugur (IP-tala skráð) 10.9.2013 kl. 21:15

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er til háborinnar skammar að fólk skuli vera látið dúsa í flóttamanna-geymslum utan samfélagsins í mörg ár. Það fær ekki einu sinni að flýja þessa fangaeyju, nema með sjálfsmorði.

Það ætti að fara varlega í að gefa flóttafólki falskar vonir um mannréttindi á Íslandi.

Hvernig ætlar svo móttökunefndin að sanna að fólkið sé samkynhneigt? Og er leyfilegt að mismuna fólki eftir kynhneigð og fleiru, þegar kemur að ákvörðunum flóttamannanefndar?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.9.2013 kl. 21:23

6 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég ættla ekki að blanda kynþáttum, trúarbrögðum eða kynhneigð í þetta alvarlega mál.

Eftir því sem mér skilst að meirihlutin af fólkinu sem situr þarna á suðurnesjunum og hangir í vonini, hafi komið til Íslands á óheiðarlegan hátt og það á að senda þau til síns heima.

Auðvitað á ekki að hleypa neinum flóttamönnum inn í landið fyrr en búið að sjá fyrir þeim íslendingum sem fá ekki nægilega hjálp en þurfa á meiri hjálp að halda.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 10.9.2013 kl. 21:25

7 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Það verður aldrei svo, að allir verði á einu máli í þessum málaflokki. Sjálfsagt ætti ekki að hleypa fólki inn í landið ef það er hér á fölskum forsendum. Ef fólk, hins vegar, kemur ólöglega til Íslands og gerir það í örvæntingu vegna þess að það á í engin hús að venda, eða til að sameina sundraðar fjölskyldur, snýr málið öðruvísi við innflutningsstofnun og því fólki þarf að hjálpa. Svo er hin hliðin á málinu, sem er sú, að við virðumst ekki geta aðstoðað okkar eigið fólk og ættum því e.t.v. ekki að vera að bjóða einn eða neinn velkominn til okkar. Það er helvíti hart og fáa langar til að úthýsa fólki í neyð. En umfram allt, ekki blanda kynhneigð, þjóðerni eða trú í málin.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 14.9.2013 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband